Wednesday, April 10, 2013

Tvær ljóskur


Tvær ljóskur ákváðu að þær vildu fara að stundar veiðar á ís. Þær fóru í veiðibúð og keyptu allar réttu græjurnar og fóru að næsta frosna vatni og komu sér vel fyrir. Þær voru rétt nýbyrjaðar að munda ísborinn þegar rödd heyrðist af himnum ofan "Það er enginn fiskur undir ísnum"
Þeim dauðbrá og horfðu á hvor aðra og litu svo vel og lengi í kringum sig þar sem þær voru ekki alveg vissar hvaðan röddin kom.

Eftir nokkra stund byrjuðu þær aftur og aftur heyrðist rödd af himnum "Það er ENGINN fiskur undir ísnum!"

Þær voru orðnar svolítið skelkaðar en ákveða samt að fara yfir á hinn endann á ísnum. Aftur heyrðist rödd af himnum þegar þær byrjuðu "ÞAÐ ER ENGINN FISKUR UNDIR ÍSNUM!!!"

Önnur ljóskan horfir upp og segir "Guð, ertu að tala til okkar?" Röddin svaraði "Nei, þetta er húsvörðurinn í Skautahöllinni!"

Eftir nokkra stund byrjuðu þær aftur og aftur heyrðist rödd af himnum "Það er ENGINN fiskur undir ísnum!"
Þær voru orðnar svolítið skelkaðar en ákveða samt að fara yfir á hinn endann á ísnum. Aftur heyrðist rödd af himnum þegar þær byrjuðu "ÞAÐ ER ENGINN FISKUR UNDIR ÍSNUM!!!"
Önnur ljóskan horfir upp og segir "Guð, ertu að tala til okkar?" Röddin svaraði "Nei, þetta er húsvörðurinn í Skautahöllinni!"

Sunday, April 7, 2013

Lausnarinn SDG

SDG for til Noregs og fékk sér bjór með þingmönnum smáflokks þar í land og kom svo heim með þau skilaboð að Norðmenn væru tilbúnir að borga allar okkar skudldir bara ef ríksstjórnin bæri sig eftir því og hann var sko alveg tilbúin að redda málunum, en svo kom yfirlýsing frá Norska forsætisráðherranum að Norðmenn ættluðu alls ekki að nota skattpeninga Norsks almennings til að borga fyrir frjálshyggjutilraunir Íhalds og Framsóknar. 

SDG fór til Kanada og kom með þær fréttir að ekkert mál væri að taka upp Kanada dollar bara ef ríkisstjórnin bæri sig eftir því en Kanadamenn vildu sko ekkert með okkur hafa. 

Það nýjasta hjá SDG er að hann ætlar að þurka burt allar skuldir heimilanna og enginn á að borga nema kanski vondir útlendingar.  

En sem fyrr er það ekki á hreynu hvernig SDG ætlar að framkvæma draumóra sína.  Erum við virkilega tilbúin að gleypa einu sinni enn loforð og fullyrðingar SDG sem er lafmóður af gönuhlaupum kjörtímabilsins án þess að fá að vita hvernig og hvort það sé hægt að framkvæma enn einar skýjaborgir mannsins?